Sirkus Íslands á Goslokahátíð
7. apríl, 2015
Í fyrra sáu 22.000 manns sýningar Sirkus Íslands víðs vegar um landið í sirkustjaldinu Jöklu. Jökla sló met á sínum tíma í hópfjármögnun á Íslandi, og safnaði íslenskt sirkusáhugafólk fyrir henni. Sú söfnun gekk svo vel að nú söfnum við aftur fyrir sirkusinn, í þetta sinn fyrir tilfallandi kostnaði, græjum og sirkusdóti til að koma ferðalaginu í ár af stað og til að bæta sýningarnar okkar. �?eir sem styrkja hópfjármögnunina eru í raun að kaupa miða fyrir næsta sumar og fer söfnunin fram hér: https://www.karolinafund.com/project/view/815
Með í för verða þrjátíu sirkuslistamenn, þrjár sýningar og fjögurhundruð manna sirkustjaldið Jökla.
Í ár er ætlunin að koma fram á eftirtöldum stöðum:
2. – 5. júlí: Goslokahátíð í Vestmannaeyjum
9. – 12. júlí: Reykjavík
16. – 19. júlí: Húnavaka á Blönduósi
23. – 26. júlí: Franskir dagar á Fáskrúðsfirði
30. júlí – 3. ágúst: Síldarævintýrið á Siglufirði
7. – 23. ágúst: Reykjavík
Í sirkusnum er eitthvað fyrir alla og á hverjum stað verða sýndar þrenns konar sýningar:
Heima er best er stóra fjölskyldusýningin. Hún er tveir tímar með hléi og hentar öllum frá 5 ára aldri og þolinmóðum yngri krökkum. Grippl, húlla, loftfimleikar, trúðar, jafnvægislistir, hjólaskautar, og margt fleira! �?ll tónlistin sem notast er við í sýningunni er íslensk svo útkoman er heimaræktaður íslenskur sirkus af bestu gerð.
Sýningin S.I.R.K.U.S. er sett saman með yngri börnin í huga en þó ekki á kostnað eldri áhorfenda. Hún er klukkutími og er miðuð við leikskólaaldur. Hún er styttri en Heima er best og er hugljúf, stutt og í henni er örlítill söguþráður. Sýningin er frábær kynning á sirkuslistum fyrir unga áhorfendur.
Almennt miðaverð í sumar:
Heima er best: 3500 krónur
S.I.R.K.U.S.: 3000 krónur
Skinnsemi: 4000 krónur
Í forsölunni kostar miðinn aðeins 2700 krónur, hægt er því að spara umtalsvert ef fjölskyldan eða vinahópurinn hefur áhuga á að kíkja í sirkusinn í sumar.

SIRKUS ISLANDS from Jeaneen Lund on Vimeo.

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst