Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, tilkynnti í hádeginu lokahópinn fyrir Evrópumótið í Hollandi sem fram fer í næsta mánuði. Sigríður Lára Garðarsdóttir, leikmaður ÍBV, er í hópnum en hún hefur verið að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu undanfarna mánuði.
Fanndís Friðriksdóttir og Berglind Björg �?orvaldsdóttir, leikmenn Breiðabliks, eru einnig í hópnum en þær hafa átt fast sæti um árabil. Systurnar Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur munu ekki taka þátt að þessu sinni en þær eru báðar frá vegna meiðsla.
Stelpurnar okkar hefja leik á EM 18. júlí á móti stórliði Frakklands en í riðlinum eru einnig Sviss og Austurríki.
Hópurinn í heild sinni:
Markverðir:
1. Guðbjörg Gunnarsdóttir, Djurgården
13. Sonný Lára �?ráinsdóttir, Breiðabliki
12. Sandra Sigurðardóttir, Val
Varnarmenn:
11. Hallbera G. Gísladóttir, Djurgården
4. Glódís Perla Viggósdóttir, Eskilstuna
3. Ingibjörg Sigurðardóttir, Breiðabliki
2. Sif Atladóttir, Kristianstad
19. Anna Björk Kristjánsdóttir, LB07
22. Rakel Hönnudóttir, Breiðabliki
21. Arna Sif Ásgrímsdóttir, Valur
Miðjumenn:
23. Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabliki
10. Dagný Brynjarsdóttir, Portland Thorns
5. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Vålerenga
7. Sara Björk Gunnarsdóttir, Woflsburg
8. Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV
14. Málfríður Erna Sigurðardóttir, Val
6. Hólmfríður Magnúsdóttir, KR
Sóknarmenn:
17. Agla María Albertsdóttir, Stjörnunni
15. Elín Metta Jensen, Val
9. Katrín Ásbjörnsdóttir, Stjörnunni
16. Harpa �?orsteinsdóttir, Stjörnunni
18. Sandra María Jessen, �?ór/KA
20. Berglind Björg �?orvaldsdóttir, Breiðabliki