Verðlagseftirlit ASÍ gerði verðkönnun víðsvegar á landinu í samstarfi við stéttarfélögin Drífanda, Ölduna, Einingu Iðju og AFL-Starfsgreinafélag. Könnunin var gerð 27. október en Krónan og 11/11 í Vestmannaeyjum eru í könnuninni. Mesti verðmunurinn milli verslananna er í sítrónum en kílóverð í 11/11 er 151,7% hærra en í Krónunni og 112,6% munar á kílóverði á Kínakáli. Hægt er að sjá úrvinnslugögn könnunarinnar hér að neðan.