Samfélag sem byggir á sterkum sjávarútvegi sem með sjálfbærum veiðum skapar þjóðarbúinu miklar gjaldeyristekjur, þiggur ekki ríkisstyrki og skapar örugga atvinnu fyrir fjölda fólks þykir víðast hvar um heiminn öfundsvert. Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið hefur ásamt því harðduglega fólki sem starfar í greininni, skapað slíkar aðstæður í íslensku samfélagi. Þrátt fyrir það hefur kerfið frá tilkomu þess verið umdeilt og hafa skoðanakannanir sýnt að meirihluti þjóðarinnar er á móti kerfinu enda keppast sumir stjórnmálamenn við að draga úr trúverðugleika þess.