Senn líður að því að áhorfendastúkan við Hásteinsvöll verði tekin í notkun. Hanni harði, varaformaður knattspyrnuráðs ÍBV hafði samband við eyjafrettir og bað um að koma þvi á framfæri, að seinnipartinn í dag og í kvöld, verður byrjað á að festa niður áhorfendasætin í stúkunni og til þess verks vantar sjálboðaliða. Biður hann alla stuðningsmenn ÍBV um að fjölmenna til þessa verks. Margar hendur vinna létt verk.