Sjálfstæðisflokkurinn skilur sérstöðu Vestmannaeyja
26. apríl, 2007

Vissulega er þessi fundur ekki síst haldinn til að gefa samherjum færi á að treysta vinabönd og efla baráttuandann. �?að sem hins vegar færri vita er að Vestmannaeyingar áttu 33 fulltrúa á þessum fundi sem með fundarsetu og vinnu við málefnastarf gættu hagsmuna sveitarfélagsins.

Umtalsverður undirbúningur átti sér stað fyrir landsfund og var lagt upp með að ná 15 breytingum á landsfundarsamþykktum sem allar snertu Vestmannaeyjar sérstaklega. �?að er ánægjulegt að segja frá því að allar þessar 15 breytingar voru samþykktar sem sýnir umfram flest hversu samstilltur Sjálfstæðisflokkurinn á landsvísu er við sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum.

Að auki stjórnuðu tveir Eyjamenn málefnanefndum, þau Arnar Sigurmundsson sjávarútvegsnefnd og Páley Borgþórsdóttir réttarfars- og stjórnskipunarnefnd.

Skal hér gerð grein fyrir helstu breytingum og hvaða þýðingu þær hafa fyrir Vestmannaeyjar.

Samgöngumál

Eins og gefur að skilja voru Eyjamenn fjölmennir í nefnd um samgöngumál. Helst var lögð áhersla á endurskoðun gjaldskrár Herjólfs, fullnægjandi úttekt á þeim framtíðarmöguleikum sem ræddir hafa verið (jarðgöngum og Bakkafjöru), að framkvæmdum við framtíðar samgöngur verði flýtt eins mikið og verða má og að flugvöllurinn hér í Eyjum fái rýmri heimildir til að taka á móti erlendum flugvélum. Eðlilega urðu miklar umræður um þessi mál á fundinum en svo fór þó að lokum að eftir ákveðnar orðlagsbreytingar voru allir þessir liðir samþykktir.

Landsfundur, með Eyjamenn í broddi fylkingar, lagði þannig áherslu á að hvatt yrði til þess að samkeppnisstaða flutningsleiða á landi og sjó verði jöfnuð hvað varðar opinbera gjaldtöku og þá sérstaklega hvað varðar gjaldtöku vegna far- og farmgjalda til þeirra byggðarlaga sem algerlega eru háð samgöngum á sjó. �?á var einnig skýrt kveðið á um að fundin yrði viðunandi lausn á samgöngumálum Vestmannaeyinga til framtíðar og hvatt til þess að aðgerðum vegna siglinga milli lands og Eyja verði hraðað sem mest að því gefnu að ekki séu forsendur fyrir öðrum lausnum (jarðgöngum).

�?á skipti samþykkt landsfundar miklu, þar sem sagt var að þar til að framtíðarkostir yrðu teknir í notkun hvað samgöngur við Vestmannaeyjar varðar, þyrfti að efla núverandi samgöngur á sjó og í lofti eins mikið og kostur væri og gefur það fyrirheit um að nú hilli undir þriðju ferðina á álagstímum.

Ferðamál

Vandamál ferðaþjónustuaðila í Vestmannaeyjum, eins og svo víða annars staðar, er að illa hefur gengið að fá ferðamenn til að stoppa utan hins hefðbundna ferðatíma. �?ví lögðu fulltrúar Vestmannaeyja það til í nefnd sem fjallaði um ferðamál að aukna áherslu þurfi að leggja á að fjölga gistinóttum á landsbyggðinni utan hefðbundins háannatíma.

Tillaga þessi var samþykkt. Ennfremur lögðu þeir til að landsfundur myndi fagna tilnefningu Surtseyjar í Vestmannaeyjum á heimsminjaskrá UNESCO og var það einnig samþykkt.

Iðnaðarmál

�?ví miður hefur þróun undanfarinna ára orðið til þess að heldur hefur dregið úr vægi menntunar á sviði atvinnulífsins. Eyjamenn lögðu því til að landsfundur ályktaði í þá veru að nauðsynlegt væri að endurskipuleggja vinnustaðanám og kostnaðarskiptingu þess og horfa til �?ýskalands og Norðurlanda í því sambandi. Til að ná þessum markmiðum lögðu Eyjamenn það til að sérstaklega yrði horft til þess að rannsóknir og menntun á sviði atvinnulífs yrðu í tengslum og nábýli við fyrirtæki á viðkomandi sviði. Tillaga þessi var samþykkt og þar með vill Sjálfstæðisflokkurinn að menntun vegna sérhæfðra starfa á landsbyggðinni verði veitt þar.

Sjávarútvegsmál

Vestmannaeyjar eru öflugasta sjávarútvegs byggðarlag á Íslandi og vilji er til að halda þeirri uppbyggingu áfram. Eyjamenn hafa hins vegar mátt búa við það að menntun í sjávarútvegi hefur undanfarin ár farið fram í Reykjavík. �?að hefur orðið til þess að í óefni stefnir hvað varðar mönnunarmál á glæstum flota Eyjamanna rétt eins og víðar um land. Fulltrúar Eyjamanna á fundinum lögðu því til að svohljóðandi ályktun yrði sett inn í ályktun um sjávarútvegsmál:

�?Aðkoma atvinnulífsins hefur styrkt stöðu Fjöltækniskólans, en mikilvægt er að menntun á sviði sjávarútvegs sé í tengslum við sjávarútvegsfyrirtæki. �?ví er rétt að horfa til þess að auka slíkt samstarf með því að menntun fari í auknum mæli fram á þeim stöðum þar sem sjávarútvegur er undirstaða atvinnulífsins.�?

Tillaga þessi var samþykkt einróma og þar með er það orðin stefna Sjálfstæðisflokksins að stýrimannamenntun verði veitt í sjávarplássum eins og Vestmannaeyjum, rétt eins og var, og á að vera.

Drög að ályktun um skóla

Fulltrúar Vestmannaeyinga í nefnd um skóla- og fræðslumál slógu á svipaðan streng og félagar þeirra í sjávarútvegs og iðnaðarnefnd. �?eir lögðu það til að áhersla skyldi áfram lögð á aukið samstarf atvinnulífs og skóla og horft til þess að rannsóknir og menntun á sviði atvinnulífs sé í tengslum og í nábýli við fyrirtæki á viðkomandi sviði.

Drög að ályktun um sveitarstjórnar- og skipulagsmál

Enn og aftur var rætt um menntun enda sjálfstæðismönnum ljóst að menntun er stóriðja framtíðarinnar. Eyjamenn lögðu áherslu á háskólamenntun og var tillaga um að fagna hugmyndum um þekkingar- og háskólasetur á landsbyggðinni, sem unnið er að á vegum menntamálaráðherra. Enn fremur að auka og jafna stuðning við símenntun og fjarkennslu og styrkja rannsóknir og menntun á sviði atvinnulífs á landsbyggðinni með því að leggja áherslu á að slíkt sé í tengslum og í nábýli við fyrirtæki á viðkomandi sviði. Allt miðar þetta að því að styrkja Vestmannaeyjar í þessari viðleitni. �?á var einnig samþykkt tillaga Vestmannaeyinga um að landsfundur liti svo á að frelsi til búsetu væri einn af grundvallarþáttum sjálfstæðisstefnunnar.

Fjölmargar aðrar tillögur Eyjamanna, sem lúta að Vestmannaeyjum, voru samþykktar svo sem að landsfundur teldi sérstaka ástæðu til að efla rannsóknir á sjófuglum og sjávardýrum, tryggt væri jafnt aðgengi, óháð búsetu, að lánsfé til húsnæðiskaupa, og margt fleira.

Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum eru fjölmargir og allir viljugir til að vinna Vestmannaeyjum heilt. Málefnastarf er stundað allt árið og allt kjörtímabilið. Slíkt er einsdæmi í Vestmannaeyjum.

Íris Róbertsdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Vestmannaeyja,

Margrét Rós Ingólfsdóttir, formaður Eyverja og Hörður �?skarsson, formaður fulltrúaráðs

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst