Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni
29. nóvember, 2024
Hildur Solv Ads
Hildur Sólveig Sigurðardóttir

Þegar áherslur og stefnur stjórnmálaflokkanna eru skoðaðar er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem helst ætlar að standa vörð um landsbyggðina en ekki skattleggja hana út af kortinu eins og vinstri flokkarnir stefna að.

Leyfum verðmætum að efla samfélögin þar sem þau eru sköpuð
Landsbyggðin greiðir ríflega 80% veiðigjalda og því deginum ljósara að ákall vinstri flokka um stóraukin veiðigjöld eru aðför að landsbyggðinni og ekkert annað en hreinn og klár landsbyggðarskattur. Það segir sig sjálft að þegar rekstrarumhverfi sjávarútvegsins verður gert erfiðara með aukinni skattheimtu eykur það líkur á enn frekari samþjöppun í greininni, það dregur úr fjárfestinga- og framkvæmdagetu og rekstrarhæfni fyrirtækja og dregur þar með úr tækifærum til nýsköpunar og vaxtar.

Flytjum ekki fjármagnið frá sveitarfélögunum
Samfylkingin talar fyrir hækkun fjármagnstekjuskatts. Sveitarfélög fá ekki eina krónu af fjármagnstekjuskatti til sín og því augljóst að með slíkum skattahækkunum er verið er að færa fjármagn sem annars væri eftir í hagkerfi sveitarfélaga á landsbyggðinni í auknum mæli til 63 þingmanna til að útdeila eftir sínum geðþótta. Samfylkingin vill því flytja það fjármagn af landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðið til að útdeila þaðan.

Samfylking vill skattleggja orkuframleiðslu, fiskeldi, ferðaþjónustu og sjávarútveg meira
Í umfjöllun síðustu daga virðist stefna Samfylkingarinnar fyrst og fremst vera aukin skattheimta á landsbyggðina með svokölluðum auðlindagjöldum sem yrðu tekin upp í sjávarútvegi, fiskeldi, orkuvinnslu og ferðaþjónustu og af þessari upptalningu er ljóst að landsbyggðin, og ekki síst suðurkjördæmi, er gullpottur Samfylkingarinnar.

Verndum miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýrinni
Þeir stjórnmálaflokkar sem ráða í Reykjavíkurborg hafa því ver og miður leynt og ljóst þrengt verulega að starfsemi Reykjavíkurflugvallar og vilja hana helst þaðan burt. Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir landsbyggðina að vernda starfsemi flugvallarins í Vatnsmýri sem miðstöð sjúkraflugs á landinu en tími sjúkraflutninga frá innanlandsflugvelli að Landspítala getur skipt sköpum í alvarlegum, bráðum veikindum. Reykjavík er nefnilega höfuðborg allra landsmanna og Landspítali veitir landsbyggðinni afar mikilvæga þjónustu sem við, allir landsmenn, þurfum að hafa greiðan aðgang að.

Bætum grunnheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni
Mönnun heilbrigðisstarfsfólks á landsbyggðinni hefur verið vaxandi vandamál sem mikilvægt er að bregðast við. Meðal kosningaáherslna Sjálfstæðisflokksins er að veita fjárhagslega hvata fyrir heilbrigðisstarfsfólk vegna starfa á landsbyggðinni, veita skattaívilnanir fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem kemur heim úr námi erlendis og að fjölga heilbrigðismenntuðum til að mæta framtíðarþörf fyrir heilbrigðisþjónustu

Af þessari stuttu en alls ekki tæmandi upptalningu er það kýrskýrt að valkostur íbúa á landsbyggðinni er augljós. Helstu tækifæri sveitarfélaga á landsbyggðinni til vaxtar eru samhliða áherslum og stefnu Sjálfstæðisflokksins, með öflugu atvinnulífi, kröftugri verðmætasköpun, lægri sköttum og lágmörkun ríkisafskipta. Gefum atvinnulífi svigrúm og súrefni til vaxtar til að skapa meira fyrir fleiri. Stækkum kökuna.

Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn, fyrir landsbyggðina!

 

Hildur Sólveig Sigurðardóttir
Sjúkraþjálfari og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 17 Tbl EF Min
17. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst