Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, næði ekki kjöri í bæjarstjórn ef kosið yrði nú. �?etta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem
Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert.
Samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkurinn rúm 41 prósent. Nýtt framboð, sem heitir Fyrir Heimaey, fengi tæp 32 prósent. �?á fengi Eyjalistinn rúm 25 prósent.
Fyrir Heimaey er klofningsframboð út úr Sjálfstæðisflokknum, en Eyjalistinn er sameinað framboð fólks úr Bjartri framtíð, Framsóknarflokki, Samfylkingu, Vinstri hreyfingunni �?? grænu framboði og óflokksbundnum að auki.
Kosið verður um sjö bæjarfulltrúa í Vestmannaeyjum. Ef niðurstaða kosninga yrði í takti við þá skoðanakönnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is gerðu myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá kjörna þrjá menn en Fyrir Heimaey og Eyjalistinn myndu fá tvo menn hvort framboð. Lestu allt um könnunina
hérna.
Í gær fóru Eyjafrettir af stað með skoðanakönnun, hægt er að taka þátt í henni
hérna.