�?jóðhátíðarlagið Sjáumst þar var frumflutt á Rás 2 rétt áðan og hljómar vel. Höfundurinn er Ragnhildur Gísladóttir, tónlistarkona sem flytur það. Höfundur texta er Bragi Valdimar Skúlason.
Ragga er fyrsta konan sem semur þjóðhátíðarlag. Henni til aðstoðar við vinnslu lagsins voru m.a. bræðurnir Logi Pedro og Unnsteinn Manuel.
Aðrir skemmtikraftar sem koma fram á hátíðinni, sem hefst fjórða ágúst eru FM95Blö, Emmsjé Gauti, Páll �?skar, Frikki Dór, Hildur, Bjartmar, Dimma, Rigg ásamt Selmu, Eyþóri Inga, Friðrik �?mari og Regínu, Skítamórall, Birgitta Haukdal, Stuðlabandið, Aron Can, Albatross með Halldóri Gunnari og Sverri Bergmann, Brimnes, Alexander Jarl og Herra Hnetusmjör.