Á fund bæjarráðs í gær kom Hrafn Sævaldsson, starfsmaður �?ekkingarseturs Vestmannaeyja og gerði bæjarráði grein fyrir mati hans á stöðu atvinnulífs í Vestmannaeyjum og þróun þess á seinustu árum.
�?etta kemur fram í fundargerð ráðsins þar sem segir að á vinnumarkaði í Vestmannaeyjum séu 2434 manns og 2015 stöðugildi. �?að sé fjöldi fólks í hlutastörfum sem skýrir þennan mismun. Í allt eru 848 lögaðilar skráðir með starfsemi í Vestmannaeyjum. �?ar af eru 266 lögaðilar skráðir með starfsmenn í Vestmannaeyjum, eða 31,6% lögaðila.
Í nóvember 2016 voru 53 skráðir atvinnulausir í Vestmannaeyjum, 22 karlar og 31 kona. Hlutfall atvinnuleysis var því 2,2%. Í lok janúar 2015 voru 269 á örorkubótum með 10% til 75% örorku, sumt af þessu fólki vinnur hlutastarf. Á Íslandi er 9,0% örorkuhlutfall en í Vestmannaeyjum er örorkuhlutfallið 9,6%.
Fólk með erlendan ríkisborgararétt er 7,2% íbúa og frá 32 þjóðríkjum. Einstaklingar með pólskt ríkisfang eru 60% þeirra.
Sjávarútvegur er lang stærsta atvinnugreinin, þar starfa 739. Af þessum stöðugildum eru 274 sjómenn (43%), 379 í fiskvinnslu (46%) og 86 í yfirstjórn og stoðkerfi innan sjávarútvegsfyrirtækjanna (10%). �?tla má að um 900 manns vinni við útgerð og fiskvinnslu á mestu álagstímum í veiðum og vinnslu.
Ferðaþjónusta hefur vaxið verulega á seinustu árum og við hótel og veitingarekstur eru þar nú um 103 stöðugildi. Árið 2007 voru þau 31 stöðugildi. Vöxturinn er því 232%.