Samningsumleitunum sjómanna og vélstjóra á fiskiskipum við útgerðir var slitið á tíunda tímanum í gærkvöld. Verkfall sjómanna skall því á frá og með kl. 23 í gær. VM-Félag vélstjóra og málmtæknimanna undirrituðu hins vegar nýjan kjarasamning í nótt, sem mun gilda til ársloka 2018.
Viðræðurnar strönduðu á mönnunarmálunum, að sögn Bergs �?orkelssonar, stjórnarmanns í Sjómannafélagi Íslands.
Í samtali við mbl.is segir hann fulltrúa sjómanna hafa lagt fram þrjár mismunandi tillögur að breyttu fyrirkomulagi varðandi mönnun á uppsjávarskipum en þeim hafi jafnharðan verið hafnað af útgerðarmönnum og lítið sem ekkert verið lagt fram sem tillögur á móti.
Sjómenn segjast þreyttir
Sjómönnum á nýrri uppsjávarskipunum hefur fækkað mikið undanfarin ár og er svo komið að menn telja breytinga þörf. Að sögn Bergs segjast sjómenn þreyttir, fá ekki nægilega hvíld á milli vakta og sætta við ekki við áframhald á því ástandi.
�?tgerðirnar hafi tekið fálega í þær úrbætur sem fyrirsvarsmenn sjómanna og vélstjóra lögðu til og því hafi viðræðum verið slitið kl. 21.30 í kvöld.
Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað deiluaðila aftur að samningaborðinu og mun ekki gera það fyrr en að viku liðinni, nema nýjar tillögur í þessum efnum líti dagsins ljós að sögn Bergs.
Of langt gengið í fækkun sjómanna
Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, hefur sent eftirfarandi fréttatilkynningu fyrir hönd samninganefnda sambandsins, Verkalýðsfélags Vestfirðinga og Sjómannafélags Íslands.
�??Í kvöld kl. 21.20 slitnaði upp úr viðræðum sjómanna og útvegsmanna um nýjan kjarasamning. Verkfall undirmanna og vélstjóra á fiskiskipum skellur því á kl. 23.00 í kvöld.
Ástæða þess að upp úr slitnaði er fyrst og fremst deila um mönnun uppsjávarskipa og ísfisktogara. Sjómenn telja að alltof langt sé gengið í fækkun sjómanna í þessum skipaflokkum. Tillögur að lausn komu fram en ekki náðist niðurstaða í þessum málum.�??
Vélstjórar og málmtæknimenn sömdu í nótt
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og VM-Félag vélstjóra og málmtæknimanna undirrituðu hins vegar nýjan kjarasamning í nótt, sem mun gilda til ársloka 2018.
Verkfall sjómanna á fiskiskipaflotanum skall á klukkan 23 í gærkvöldi. Fiskiskipin hættu þá þegar veiðum, hífðu veiðarfæri og sigldu áleiðis til hafnar. �?au skip sem eiga lengstu leiðina voru í Barentshafi og tekur heimsiglingin um vikutíma.
Verkfallið mun hafa mikil áhrif í sjávarútveginum og smám saman í þjóðfélaginu öllu. Um 2.500 sjómenn eru í þeim félögum sem boðuðu verkfallið. Með þeim er á sjó fjöldi skipstjórnarmanna sem samþykktu kjarasamning á dögunum þegar undirmenn og vélstjórar felldu. �?eir eru einnig verkefnalausir meðan á verkfalli stendur. �?á verður fiskverkafólk verkefnalaust þegar hráefnið í fiskiðjunum klárast.
Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir að áhrifin á fyrirtækin ráðist af því hversu langt verkfallið verður. �?að komi illa við alla greinina en þó verst við þá sem vinna að útflutningi á ferskum fiski. Stórir mánuðir séu framundan í sölu á ferskum fiski fyrir jólin.
Ríkissáttasemjari tilkynnti að hann myndi heyra í samningsaðilum undir lok næstu viku og meta hvort ástæða væri til að boða til samningafundar.
Mbl.is greindi frá: