„Í dag kynnti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra áætlun um að öll þéttbýlissvæði skyldu ljósleiðaravædd. Hún gleymir nú nokkrum þeirra. Nefnilega öllum skipum á Íslandi. Í gær hætti RUV, sjónvarp og útvarp allra landsmanna, að senda efni sitt gegnum gervihnött.
Eina efnið sem sjómenn ná ef þeir eru utan við 12 mílur er langbylgju sending á 189khz á Rás 1á stöku stað,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands á Facebokksíðu sinni í gær og finnst vegið að sjómönnum.
„Að sögn RÚV kostar 40 millur á ári að halda úti sendingum til sjómanna gegnum hnött. Sjómenn greiða nefskattinn sem rennur til RÚV eins og aðrir landsmenn. Lágmark að sjómenn njóti RÚV eins og aðrir. Áslaug Arna, nú er tækifærið að rétta sjómönnum hjálparhönd og tryggja sendingar RÚV gegnum gervihnött út árið meðan unnið er að öðrum lausnum. Fjörtíu milljónir eru smáaurar til að tryggja mannréttindi 3500 sjómanna. Koma svo Áslaug!“ segir Valmundur og taka margir undir með honum.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.