Sjómenn úti í kuldanum hjá RÚV

„Í dag kynnti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra áætlun um að öll þéttbýlissvæði skyldu ljósleiðaravædd. Hún gleymir nú nokkrum þeirra. Nefnilega öllum skipum á Íslandi. Í gær hætti RUV, sjónvarp og útvarp allra landsmanna, að senda efni sitt gegnum gervihnött.

Eina efnið sem sjómenn ná ef þeir eru utan við 12 mílur er langbylgju sending á 189khz á Rás 1á stöku stað,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands á Facebokksíðu sinni í gær og finnst vegið að sjómönnum.

„Að sögn RÚV kostar 40 millur á ári að halda úti sendingum til sjómanna gegnum hnött. Sjómenn greiða nefskattinn sem rennur til RÚV eins og aðrir landsmenn. Lágmark að sjómenn njóti RÚV eins og aðrir. Áslaug Arna, nú er tækifærið að rétta sjómönnum hjálparhönd og tryggja sendingar RÚV gegnum gervihnött út árið meðan unnið er að öðrum lausnum. Fjörtíu milljónir eru smáaurar til að tryggja mannréttindi 3500 sjómanna. Koma svo Áslaug!“ segir Valmundur og taka margir undir með honum.

Nýjustu fréttir

Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjarnar landa fyrir austan
Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.