Rétt í þessu tryggði 6. flokkur karla eldri sér bikarmeistaratitil eftir glæsilegan sigur á ÍR í afar jöfnum og spennandi leik. Strákarnir sýndu mikinn baráttuvilja og einbeitingu frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu, en lokatölur leiksins urðu 11-8 ÍBV í vil.
Þetta er stórkostlegur árangur fyrir liðið og frábær viðurkenning á þeirri miklu vinnu og elju sem þeir hafa lagt í æfingar og keppni.
Eyjafréttir óskar strákunum, þjálfurum þeirra og öllum sem koma að liðinu innilega til hamingju með titilinn!
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst