Sjöunda bekk boðin þátttaka í vinnuskólanum

Vinnuskóli Vestmannaeyjabæjar var til umræðu á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni. Lagt var til að bjóða börnum í 7. bekk þátttöku í vinnuskóla Vestmannaeyjabæjar sumarið 2023. Lagt er til að þau fái vinnu í fjórar vikur frá 9 – 16 alla daga vikunnar með klst í hádegismat líkt og aðrir í vinnuskólanum. Laun verði 30% af launaflokki 117. Starfstími 7. bekkjar verði á tímabilinu 10. júlí til 18. ágúst 2023. Má gera ráð fyrir að viðbótarkostnaður geti verið allt að 2,5 milljónir sem sækja þarf heimild fyrir til bæjarráðs Vestmannaeyja.

Ráðið samþykkti í niðurstöðu sinni að börn í 7.bekk geti tekið þátt í vinnuskóla Vestmannaeyjabæjar með fyrirvara um samþykki bæjarráðs ef til þess kæmi að þyrfti að sækja heimild umfram þær heimildir sem rúmast innan fjárhagsáætlunar þessa árs.

Nýjustu fréttir

Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Dýpi ekki nægjanlegt í Landeyjahöfn — Herjólfur fer til Þorlákshafnar
Sigurmark ÍBV kom í blálokin gegn Fram
Andlát: Þórunn Pálsdóttir
Mílan Jezdimirovic skrifar undir samning við ÍBV
Aukum loðnuveiðar
Eyjagöng gera samninga um jarðfræðirannsóknir
Kristmundur Axel meðal listamanna á Hljómey
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.