Sjúkraflug, grín, greinar, þjóðhátíð og David James
31. desember, 2013
Nú um áramót líta margir um öxl og fara yfir árið 2013. Hefð hefur verið fyrir því á Eyjafréttum.is að fara yfir mest lesnu fréttir ársins sem er að líða og engin undantekning á því í ár. Mest lesna frétt ársins 2013 var innsend grein Styrmis Sigurðarsonar, sjúkraflutningamanns, Aðeins um sjúkraflutninga og viðbragðstíma. Næst mest lesna fréttin og sú sem er í þriðja sæti eru báðar úr flokkinum Föstudagsgrínið og komu konur við sögu í báðum tilvikum. Annars vegar var það Konur yfir fertugt og hins vegar Mismunandi konur, sem reyndar fékk mismunandi viðbrögð.
En hér að neðan má sjá listann yfir mest lesnu fréttir ársins 2013.