Sjúkraflug er gríðarlega mikilvægur þáttur í heilbrigðiskerfinu fyrir
Íslendinga á erlendri grundu sem komast þurfa hratt og örugglega undir
læknishendur hér heima og ekki geta farið í áætlunarflugi. Einnig eru
fjölmörg flug frá landinu bæði með erlenda aðila sem veikst eða slasast
hafa hér á landi eða með Íslendinga sem þurfa að komast í sérhæfðar
aðgerðir eða læknisþjónustu erlendis. Því er nauðsynlegt að sjúklingar,
aðstandendur og heilbrigðiskerfið allt hafi aðgang að sérþekkingu í
sjúkraflugi og sérútbúnum vélum sem eru til taks allan sólarhringinn.
Leiguflugið ehf / Air Broker Iceland býður upp á sjúkraflugsþjónustu frá
símtali til lendingar ásamt því að aðstoða við sjúkraflutning á jörðu
niðri frá flugvél á spítala. Félagið hefur aðgang að fjölda flugvéla út
um alla Evrópu og getur útvegað sjúkraþotu með læknateymi um borð á mjög
skömmum tíma. Um er að ræða aðila sem sérhæfa sig í sjúkralugi út um
allan heim og er sérhæft heilbrigðisstarfsfólk ávallt um borð.
Til að mynda sótti Leiguflugið ehf / Air Broker Iceland sjúkling, á
dögunum, til Alicante sem þurfti að komast undir læknishendur hér á
Íslandi. Um var að ræða sérhæfðan sjúkraflutning og sendi félagið
sérútbúna þotu, með læknateymi um borð, til að sækja sjúkling og
aðstandenda. Gekk flutningur þessi eins og í sögu og var lent á
Reykjavíkurflugvelli í blíðskapar veðri aðeins rúmum 4,5 klst eftir
flugtak frá Alicante. Fulltrúar Leiguflugsins ehf / Air Broker Iceland,
ásamt aðstandendum, tóku á móti vélinni. Aðstandendur sjúklings voru
hrærðir við lok ferðar og fengu Air Broker menn þétt faðmlag að ferð og
þjónustu lokinni. Að loknum verkefnum sem þessum er þakklæti efst í huga
og frábært að geta aðstoðað samlanda sína, sem og aðra, í aðstæðum sem
enginn vill lenda í. Aðstandendur þessa tiltekna flugs sögðu orðrétt
“Mikilvægast af öllu var að finna hvað við vorum í öruggum höndum allan
tímann”
Þegar koma þarf á sjúkraflugi milli landa, til og/eða frá Íslandi, þá er
mikilvægt að sjúklingur sé settur í fyrsta sæti. Gerð sjúkravéla,
flugtími, aðbúnaður um borð (sjúkrbörur, vinnurými, tækjabúnaður,
salerni ofl), samskipti við aðstandendur og heilbrigðisstarfsólk ásamt
fjölda annarra þátta skiptir gríðarlegu máli. Það er því í mörg horn að
lýta og má ekki slá af kröfum á neinn hátt þegar sjúkraflug er annars
vegar. Það er sjúklingurinn sem þarf á gæðum og góðri þjónustu að halda
ásamt því að komast hratt og örugglega á leiðarenda.
Á myndinni má sjá Ásgeir Örn Þorsteinsson við móttökur á sjúkravél á vegum félagsins eftir lendingu í Reykjavík fyrr í vikunni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst