Flugmálastjórn Íslands afturkallaði flugrekstararleyfi Flugfélags Vestmannaeyja þann 27. apríl þar sem félagið uppfyllti ekki kröfur reglugerðar um fjármál flugfélaga. Sjúkratryggingar Íslands hafa gengið frá tímabundnu samkomulagi við Mýflug vegna sjúkraflugs á Vestmannaeyjasvæði og sagt upp samningi við Flugfélag Vestmanneyja.