Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur ekki fengið frekari upplýsingar frá íbúum sem gætu leitt til handtöku þess sem braust inn í skartgripaverslun í bænum að morgni gamlársdags. Upptaka úr eftirlitsmyndavél á Ráðhúsi Vestmannaeyja, sem er í nokkur hundruð metra fjarlægð frá versluninni, sýnir einn mann að verki. Rannsókn lögreglu beinist að því að þjófurinn hafi verið einn á ferð og leikur grunur á því að hinn seki sé enn í Vestmannaeyjum með þýfið.