Fimm leikir fóru fram í A-deild Lengjubikars karla í gær. ÍA, Keflavík, Fylkir og �?róttur unnu sína leiki og Selfoss og Grótta skildu jöfn.
Eyjamenn mættu Fylki og fengu stóran skell, fengu á sig fjögur mörk án þess að geta svarað fyrir sig. Albert Brynjar Ingason skoraði tvö mörk og Andrés Már Jóhannesson og Oddur Ingi Guðmundsson eitt hvor.