Á sunnudaginn var lögreglu tilkynnt um að skemmdir hafi verið unnar á Landakirkju og samtengdu safnaðarheimili. Rúða var brotin í kirkjunni og í safnaðarheimilinu og sömuleiðis voru unnar skemmdir á þakglugga sanfaðarheimilisins og ljóskastara á lóð kirkjunnar. Ekki er vitað hverjir voru þarna að verki en lögregla óskar eftir upplýsingar um geranda eða gerendur. Þetta kemur fram í dagbókarfærslu lögreglunnar sem má lesa í heild sinni hér að neðan.