Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglu í vikunni sem leið enda töluverður fjöldi fólks að skemmta sér eins og fylgir þessum árstíma. Hins vegar fór skemmtanahaldið að mestu leiti vel fram. Ein líkamsárás var kærð til lögreglu eftir skemmtanahald helgarinnar en árásin átti sér stað í Höllinni aðfaranótt sl. sunnudags. Þarna hafði orðið einhver ósætti á milli tveggja manna sem endaði með því að annar mannanna sló hinn. Ekki var um alvarlega áverka að ræða.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst