Skemmtilegt handboltamót fyrir alla á laugardaginn
26. desember, 2013
Á laugardaginn næstkomandi, 28. desember verður skemmtilegt handboltamót haldið í Íþróttamiðstöðinni en mótið hefst klukkan 12:00. Um er að ræða svokallað softballmót en leikið er með mjúka svampbolta, á litlum velli og með lítil mörk. Leiktíminn er 2×5 mínútur og leikurinn aðallega gerður til gamans. Nú þegar hafa 14 lið skráð sig til keppni en enn er pláss fyrir örfá lið í viðbót í mótið. Allur ágóði mótsins rennur í dómgæslukostnað yngri flokka ÍBV. �?arna er um kjörið tækifæri fyrir fjölskylduna að koma saman eða vinahópa en hægt er að skrá liðin í tvo flokka, keppnisflokk eða skemmtiflokk. Hámarkið er fimm leikmenn í hverju liðið en þeir sem eru yngri en 10 ára telja ekki sem liðsmenn. Fjórir eru inn á í einu.
Meðal þeirra liða sem hafa skráð sig eru Frændur.is, Íslandsmeistararnir, Sigurliðið, Kokkaliðið, Blóðnasir, Konfekt, Villidýrin, Mattýsen, The tigers, Árbæjarhraðlestin, Fimmeinn, 3 Stooges and 1 moron. Heyrst hefur að lið Konfekt muni gleðja áhorfendur með smá konfekti en liðið samanstendur af algjöru augnkonfekti. Áhorfendur eru að sjálfsögðu velkomnir með trommur, lúðra, flautur og blys.
�?átttökugjald er 5.000 kr á lið og þarf að greiða við skráningu. Keppnisflokkur er fyrir þá sem stefna á ekkert annað en sigur. Skemmtiflokkur er fyrir þá sem ætla að hafa gaman. Bikar fyrir sigurvegara, skemmtilegasta leikmanninn og flottustu keppnisbúningana. Skráning fer fram á gulli@ibv.is eða í síma 6977892.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst