Vestmannaeyingar hafa verið heppnir með presta og söngkennara og þegar ríkjandi eintök leggja saman krafta sína, studdir af stórkostlegum listamönnum getur útkoman ekki orðið annað en góð. �?að upplifðu gestir á Ljóðleikum �?órhalls Barðasonar í Einarsstofu á fimmtudaginn.
�?ar var �?órhallur, söngkennari við Tónlistarskólann, stjórnandi Karlakórs Vestmannaeyja, ljóðskáld og síðast en ekki síst söngvari mættur með fríðu föruneyti. Einu stykki Karlakór, Gísla Stefánssyni gítarsnillingi, hljómsveitinni Eldum með þeim Bigga Nielsen, �?óri �?lafs og Didda bassa og síðast en ekki síst séra Guðmundi Erni Jónssyni sóknarpresti Eyjamanna. �?á má ekki gleyma Kára Bjarnasyni, forstöðumanni Safnahúss sem kynnti framtakið.
Stjörnur kvöldsins voru óumdeilanlega �?órhallur og Guðmundur �?rn sem mætti þarna með rakaða vanga og vel snyrt hár og stendur undir nafni sem einn okkar helsti tískugúru. Lét sig ekki muna um að fórna glæsilegu skeggi á altari tískunnar. �?órhallur er laskaður á fæti en lét það ekki stoppa sig og skilaði sínu með glæsibrag.
Ljóðleikarnir hófust á kröftugum söng Karlakórsins undir stjórn �?órhalls sem sjálfur söng tvö lög, annað sem Louis Armstrong gerði frægt á sínum tíma og svo perluna Soldier of Fortune með Deep Purple sem hann gerði algjörlega að sínu.
Hápunkturinn var svo lestur þeirra félaga, �?órhalls og Guðmundar Arnar á ljóðum þess fyrrnefnda sem eru að finna í fjórum bókum hans, �?egar Árni opnaði búrið frá 2004 og Frjáls ljóð sem hann gaf út í þremur bókum í sumar: ,,Bygging trjáhýsa í íslensku birki�?�, ,,Mar�?� og ,,Bleikir himnar�?�.
Eldar og Gísli léku undir og úr varð yndislegur Ljóðleikur þar sem snjöll kvæði �?órhalls tóku flugið. Ná þau yfir allt litróf hins mannlega, söknuð, þrár og síðast en ekki síst hin skoplega hlið á þeim misjafnlega einfalda hlut að vera til. Skilningsríku konurnar komu sterkar inn og líka fjölbreytni í augnaliti kvenna sem verður hvað dekkstur þegar hugur þeirra stendur til að fjölga sér.
Já, þetta var yndisleg stund í Einarsstofu þar sem nýbúarnir Guðmundur �?rn og �?órhallur fóru á kostum. �?órhallur stendur undir nafni sem ljóðskáld sem tekst að segja svo margt í fáum orðum. Og hann gantast með sjálfan sig í lokaorðum sínum.
Styrkur
�?að er flott að vera
ótrúlega sterkur,
sterkur á svellinu
og sterkgáfaður.
�?g er með sterka höfuðkúpu.
�?ar við situr.