Alls er úthlutað 375.589 tonnum í þorskígildum talið á nýju fiskveiðiári sem hófst fyrsta september samanborið við um 365.075 tonn í fyrra. Aukning á milli ára er um 10.500 þorskígildistonn. �?thlutun í þorski er um 203 þúsund tonn og hækkar um tæp 9.000 tonn. Ýsukvótinn er 31.732 tonn og hækkar um 4.200 tonn og er sama aukning í ufsakvótanum. Tæplega 1.700 tonna samdráttur er úthlutun á gullkarfa og tæplega 1.100 tonna samdráttur í djúpkarfa. �?á er úthlutun í íslenskri sumargotssíld 29.000 tonnum lægri en í fyrra. �?thlutað aflamark er alls 422.786 tonn sem er tæplega 6600 tonnum minna en á fyrra ári.
�?etta kemur fram á vef Fiskistofu. Skip frá Vestmannaeyjum ráða fyrir 9,9% úthlutunarinnar eins og í fyrra og eru í þriðja sæti yfir stærstu hafnirnar á eftir Reykjavík sem er með 12,3% og Grindavíkur með 10,8% af heildinni. Í allt eru þetta 36.999 þorskígildi sem gera 47.021 tonn.
Sex fyrirtæki í Vestmannaeyjum er meðal 50 kvótahæstu fyrirtækjanna. Er Vinnslustöðin í 9. sæti með 15.079 þorskígildi eða 4,01% af heild eða 19.020 tonn. Ísfélagið er í 14. sæti með 8255 þorskígildi sem eru 2,20% af heild og gera 12.288 tonn.
Bergur-Huginn ehf. sem gerir út Bergey VE og Vestmannaey VE er í 18. sæti með 5713 þorskígildi, eða 1,52% sem eru 6211 tonn. �?s ehf. sem gerir út �?órunni Sveinsdóttur VE hefur yfir að ráða 5713 þorskígildum sem eru 1,52% af heild og 6211 tonn. Bergur VE er með 1550 þorskígildi, 0,41% sem gera 1720 tonn og Bylgja VE er sæti á eftir með 1514 þorskígildi, 0,41% sem gera 1616 tonn.
�?etta segir þó ekki alla söguna um stöðu Vestmannaeyja því síðar á árinu verður úthlutað aflamarki í deilistofnum og ekki er óalgengt að aukið sé við aflamark í uppsjávarfiski. Bent er sérstaklega á að engri loðnu var úthlutað að þessu sinni. �?ess vegna á heildaraflamark einstakra skipa og hafna og innbyrðishlutfall þeirra eftir að breytast í kjölfar slíkra úthlutana þegar líður á fiskveiðiárið. �?ar er staða Eyjamanna mjög sterk.
Alls fá 489 skip úthlutað aflamarki að þessu sinni samanborið við 499 á fyrra fiskveiðiári. �?að skip sem fær úthlutað mestu aflamarki er Sólberg �?F 1, en það fær 9.716 þorskígildistonn eða 2,6% af úthlutuðum þorskígildum.