Fiskifréttir hafa tekið saman aflaverðmæti íslenska fiskiskipaflotans á árinu 2008 og flokkað hann eftir útgerðartegundum. Í flokki báta, er Vestmannaey VE í efsta sæti með aflaverðmæti uppá 624 milljónir króna. Bergey VE er í 2. sæti með 609 milljóna króna aflaverðmæti. Næsti bátur í Eyjaflotanum er í 7. sæti, Smáey VE með aflaverðmæti uppá 499 milljónir króna. Allt eru þetta bátar sem Bergur-Huginn gerir út.