Heimaey er lítil og falleg eyja, það er óumdeilt. Allar nýjar framkvæmdir kalla á að haft sé sem víðtækast samstarf við íbúa og hagsmunaaðila. Það gildir þó í þessum flokki að sitt sýnist hverjum og oft langt á milli fólks í skoðunum á nýjum framkvæmdum og því getur verið erfitt að gera öllum til hæfis. Þó ber fyrst og fremst að gæta jafnræðis og fara eftir þeim lögum og reglum sem um málaflokkinn gilda.