Skipuleggjum til framtíðar
2. maí, 2024

Ekki hefur farið framhjá  neinum sú mikla og fjölbreytta uppbygging sem hefur verið í Vestmannaeyjum undanfarin ár. Slík uppbygging hefur jákvæð áhrif á allt samfélagið og á sama tíma er það áskorun fyrir sveitarfélagið að hafa fjölbreytt framboð af lóðum. Í dag eru einungis 16 einbýlishúsalóðir lausar en engar lóðir fyrir fjölbýlishús, atvinnuhúsnæði né fyrir frístundahús. Eftirspurn fyrir fjölbreyttar lóðir er mikil og nauðsynlegt fyrir sveitarfélagið að eiga þær lausar til úthlutunar. Mikil áhersla hefur verið lögð á að þétta byggð og hefur það gengið vel.

Það sem er í vinnslu

Unnið er að deiliskipulagsbreytingu í Miðgerði en þar er áætlað að verði fimm til sex einbýlishúsalóðir, þrjár tvíbýlishúsalóðir og ein raðhúsalóð. Það ætti að vera hægt að úthluta lóðum á þessu svæði í byrjun september á þessu ári.

Svæðið í Löngulág er einnig í deiliskipulagsvinnu en töluvert meiri vinna og áskoranir liggja þar að baki. Um er að ræða heilt hverfi með fjölbreyttum lóðum og áætlað að íbúðir verði um 100. Einnig er lóð fyrir 6-10 deilda leikskóla. Mögulega ætti að vera hægt að byrja úthlutun á svæðinu um næstu áramót.

Svæði á hrauninu, merkt AT-2, er í aðalskipulagsbreytingu en þar er gerð breyting á landnotkunarreiti og mun flokkast sem iðnaðarsvæði í stað athafnasvæði.

Samhliða breytingu á aðalskipulagi fyrir þetta svæði er unnið að deiliskipulagi en það mun taka lengri tíma og vonandi hægt að auglýsa þær lóðir til úthlutunar í byrjun næsta árs.

Úthlutun á athafnasvæði við flugvöll, var áfangaskipt, en 11 lóðir voru í fyrsta áfanga. Eftirspurn var framar vonum og verður fljótlega farið í að auglýsa seinni áfanga svæðisins, en sjö lóðir eru á því svæði og eru þær lóðir stærri. Undirbúningur fyrir útboð á vegaframkvæmdinni á svæðinu er að ljúka og verður að því ferli loknu hægt að fara í þá framkvæmd.

Möguleikar til framtíðar

 Haustið 2022 var ákveðið að fara í endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins og horfa þá sérstaklega til svæðis við malarvöll og Löngulág, að skipulagsmörkum yrði breytt til að fá betri nýtingu á svæðinu.

Í gildandi aðalskipulagi er tekið fram í skipulagsákvæðum fyrir þrjú svæði að þau verði til nota sem íbúðarsvæði, eftir árið 2035. Um er að ræða svæði sem liggur á milli Dverghamars og Ofanleitisvegar, sem er um 4,5 hektarar, einnig svæðið sunnan við Hrauntún, sem er um 5,5 hektarar, og svæði sunnan við Austurgerði, sem er rúmlega 1 hektari. Samtals ætti að rúmast á þessum svæðum 130 lóðir fyrir einbýli, tvíbýli, parhús og raðhús.

Á síðasta bæjarstjórnarfundi lá fyrir tillaga meirihluta bæjarstjórnar um að gera breytingu á skipulagsákvæðum fyrir fyrrnefnd þrjú svæði þ.e. að áformum yrði flýtt. Uppbygging á þessum svæðum gæti hafist innan næstu þriggja ára, en ekki eftir árið 2035 eins og fram kemur í gildandi aðalskipulagi. Með því að breyta þessum skipulagsákvæðum aðalskipulags er ekki tekin ákvörðun um að hefja eigi vinnu við deiliskipulagningu þeirra, heldur að eiga svæði sem hægt væri að deiliskipuleggja með litlum fyrirvara, og taka ákvörðun um forgangsröðun þegar þörf þykir til.

Einnig er í gildandi aðalskipulagi afmarkað þróunarsvæði á Nýja hrauni, merkt M-2. Svæðið liggur austan við miðbæ á mótum Kirkjuvegar og Skansvegar. Í gildandi aðalskipulagi kemur m.a. fram

„…Miðsvæði þar sem áformað er að byggja aftur upp á svæði sem fór undir hraun í gosinu 1973. Svæðið er merkt sem þróunarsvæði og verður unnið að því á skipulagstímabilinu að móta uppbyggingaráform frekar. Möguleikar til landmótunar eru opnir en í þeim getur falist að landið verði stallað á einhvern hátt og að eitthvað af efni yrði nýtt til efnistöku…”

Meirihluti bæjarstjórnar lagði einnig fram aðra tillögu á síðasta bæjarstjórnarfundi. Hún var um að framkvæma íbúakosningu til að kanna hug íbúa, til þess hvort hefja skuli vinnu við að byggja upp umrætt svæði eða ekki. Mikilvægt er að íbúar fái að koma að svo stórri ákvörðun og að niðurstaða liggi fyrir áður en einhver vinna hefst.

Nauðsynlegt  er að sveitarfélagið hugi vel að lóðaframboði til framtíðar enda ber því að tryggja að svo sé.

Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 2tbl 2025
2. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst