Í gær skoðaði framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja líkan af mögulegri stórskipahöfn á norðanverðu Eiðinu. Siglingastofnun hefur útbúið líkan af mögulegri höfn og rannsakar nú hvort gerlegt sé að koma upp hafnarkanti á þessum stað. Innsigling hafnarinnar í Eyjum er þröng og rými til snúninga takmarkað fyrir stærri skip og því horfa heimamenn á svæðið utan við Eiðið sem uppbyggingu á stórskipahöfn í Eyjum.