Skóladagur GRV/Hamarsskóla verður miðvikudaginn 30. apríl kl. 16:30-20:00. Dagskráin hefst í Íþróttamiðstöðinni með tónleikum Litlu lúðrasveitarinnar kl. 16:30. Danssýningin hefst svo stundvíslega kl. 16:45. Að henni lokinni opnum við svo skólann þar sem verkefni nemenda verða til sýnis ásamt skemmtidagskrá um allt hús. Hlutaveltan sívinsæla og veitingasala nemenda í 5. bekk er einnig á sínum stað.