Eftir leiki kvöldsins í 1. deildinni á aðeins Stjarnan möguleika á að ná ÍBV að stigum en ÍBV er í efsta sæti með 33 stig og Stjarnan er í öðru sæti með 29. Liðin mætast á mánudaginn í Garðabæ en ÍBV dugir eitt stig úr síðustu tveimur viðureignum sínum. Í síðustu umferðinni mætir ÍBV svo Víkingum í Eyjum. Í kvöld lagði ÍBV Þrótt með öruggum hætti, 25:14.