Slysavarnaskóli sjómanna í Vestmannaeyjum

Í síðustu viku var gert hlé á veiðum Vestmannaeyjar VE og Bergeyjar VE og settust áhafnir skipanna á skólabekk í tvo daga. Þrír leiðbeinendur frá Slysavarnaskóla sjómanna voru komnir til Eyja og önnuðust kennsluna, en um var að ræða svonefnt fimm ára endurmenntunarnámskeið. Sjómennirnir hlýddu á fyrirlestra og síðan fór verulegur hluti verklegu kennslunnar fram í þeirra eigin skipum sem er ótvíræður kostur. Kennsla af þessu tagi er afar mikilvæg og ekki veitir af að rifja upp kunnáttuna með reglulegu millibili.

Útgerðarfélagið Bergur-Huginn er Slysavarnaskólanum afar þakklátt fyrir að bjóða upp á umrætt námskeið í Eyjum og tókst námskeiðið vel í alla staði.

Nýjustu fréttir

Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.