Eyjafyrirtækið Smartmedia styður dyggilega við bakið á söfnunarátakinu Á rás fyrir Grensás, sem er söfnunarátak fyrir Grensásdeild og endurhæfingardeild Landspítalans. Það eru Hollvinir Grensásdeildar sem standa að söfnuninni en leikkonan Edda Heiðrún Backman opnaði síðuna eftir að Kjartan Ólafsson Vídó hafði afhent hópnum hana. Síðuna má sjá á
www.grensas.is.