Smíðin á Vestmannaey og Bergey á áætlun

Smíðin á Vestmannaeyjarskipunum Vestmannaey og Bergey í Aukra í Noregi gengur samkvæmt áætlun, en skipin eru hluti af sjö skipa raðsmíðaverkefni sem íslensk útgerðarfyrirtæki sömdu um við fyrirtækið Vard. Gert er ráð fyrir að Vestmannaey verði afhent útgerðarfélaginu Bergi-Hugin, dótturfélagi Síldarvinnslunnar, í júnímánuði nk. en Bergey nokkru síðar.

Í Vestmannaey er vinna í vélarúmi langt komin, byrjað að setja upp veggi í klefum áhafnar og langt komið með að klæða lestina. Í reynd er unnið alls staðar í skipinu og mikið um að vera á flestum stöðum. Í næstu viku mun suðuvinnu ljúka við skipið utanvert en föstudaginn 5. apríl er ráðgert að skipið verði dregið út úr húsi. Þegar út verður komið verður tjaldað yfir skipið og síðan unnið við sandblástur og þrif áður en kemur að málningarvinnunni. Sjósetning er síðan áformuð 26. apríl. Eftir sjósetningu verður síðan unnið við að ganga frá ýmsum búnaði og prófa hann.

Smíðin á Bergey er ekki eins langt komin enda á að afhenda skipið síðar eins og fyrr greinir.

Eftirlitsmaður með smíði skipanna hjá Vard er Baldur Kjartansson vélfræðingur og honum til aðstoðar er Marius Petcu.

Nýjustu fréttir

Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Frétta-píramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Siglt til Þorlákshafnar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.