Um næstu áramót hættir Sögusetur 1627 rekstri Byggðasafns Vestmannaeyja en hyggst áfram eiga aðild að uppákomum á vegum safnsins í samstarfi við nýja rekstraraðila. Fræðslu- og menningarráð fjallaði um málið á síðasta fundi sínum, þ.e. uppsögn samningsins og sömuleiðis beiðni Þekkingarseturs Vestmannaeyja um samstarf við Vestmannaeyjabæ um rekstur safnsins.