Arfaslök sóknarnýting varð ÍBV að falli þegar liðið tók á móti ÍR í 32ja liða úrslitum Eimskipsbikarkeppninnar í Eyjum í dag. Leikmenn ÍBV misnotuðu hvert færið á fætur öðru í seinni hálfleik þegar þeir áttu alla möguleika á að komast af alvöru inn í leikinn en ÍR-ingar höfðu forystu í leiknum frá fyrstu mínútu. Lengst af munaði tveimur mörkum á liðunum í síðari hálfleik, Eyjamenn náðu muninum niður í eitt mark en náðu aldrei að jafna leikinn og ÍR-ingar fögnuðu sigri. Lokatölur urðu 21:25.