„Það sem okkur finnst vera verst í þessu er að þurfa e.t.v. að flytja sorpið burt með Herjólfi,“ segir Ólafur Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar. Fyrsta nóvember næstkomandi mun sorpbrennslustöðin í Eyjum hætta starfsemi eftir um tuttugu ára rekstur. Með lokun stöðvarinnar þarf að flytja allt sorp, almennt og endurvinnanlegt, frá Eyjum og þykir t.d. koma til greina að senda það til brennslu í Kölku á Reykjanesi eða í urðun í Sölvabakka við Blönduós.