Fjögur mál voru á dagskrá afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Vestmannaeyjabæjar í liðinni viku.
Tekið var fyrir erindi lóðarhafa Viðlagafjöru 1. Samúel Smári Hreggviðsson f.h. Laxey ehf. sótti um byggingarleyfi fyrir sveltikerjahúsi, 2169,1m² að stærð. Byggingarfulltrúi samþykkti erindið.
Þá sótti Bragi Magnússon fyrir hönd lóðarhafa Viðlagafjöru 1, um stöðuleyfi fyrir steypustöð innan framkvæmdasvæðis í Viðlagafjöru, og var það samþykkt af byggingarfulltrúa.
Einnig var tekið fyrir erindi frá húsfélaginu í Áshamri 75, sem sótti um leyfi fyrir að setja upp fjarskiptamastur á vesturhlið fjölbýlishúss, í samræmi við innsend gögn. Byggingarfulltrúi vísaði umsókninni til skipulagsráðs með vísun í byggingarreglugerð.
Þá sótti Ásgeir Heimir Ingimarsson um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Búhamri 80 og vísaði byggingarfulltrúi umsókninni til skipulagsráðs með vísun í byggingarreglugerð.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst