Siglingastofnun hefur sótt um leyfi til Rangárþings eystra vegna hugsanlegs flutnings á ósum Markarfljóts til austurs. Með flutningnum er talið að minna berist af sandi og gosefnum úr fljótinu að Landeyjahöfn en efnisburður hefur valdið truflunum á siglingum Herjólfs undanfarið.