Eins og margoft hefur komið fram, leika ÍBV og Haukar hreinan úrslitaleik gegn Haukum á morgun í Hafnarfirði um Íslandsmeistaratitilinn. Fáir höfðu trú á að nýliðar ÍBV myndu láta að sér kveða í handboltanum í vetur, hvað þá að liðið færi alla leið í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. En strákarnir höfðu trú á sér og reyndar gerðu það fleiri. Völva Eyjafrétta var birt 15. janúar síðastliðinn. �?ar segir orðrétt:
�??Karlahandboltinn hjá félaginu er á mikilli uppleið og ég sé að vorið verður einstaklega áhugavert hjá strákunum. Gott ef þeir fá ekki verðlaunapening um hálsinn en ég á erfitt með að greina hvort hann sé gull- eða silfurlitaður. �?g sé fyrir mér úrslitarimmu gegn Haukum, annað hvort í deild eða bikar. Menn ganga stoltir frá þeirri viðureign og gott ef bikar verður ekki með í för.�??
Svo mörg voru þau orð.