ÍBV mætir írska liðinu Saint Patrick‘s Athletic í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld, fimmtudag, klukkan 18:00. Leikurinn fer fram á Vodafone vellinum í Reykjavík, heimavelli Vals því Hásteinsvöllur er ekki löglegur fyrir Evrópukeppnina. Eins og fram kemur á íþróttasíðu Frétta eru Írarnir sterkir og komust m.a. í þriðju umferð keppninnar bæði 2009 og 2008. Það má því búast við þungum róðri fyrir ÍBV.