Nemendur í Hamarsskóla fengu góða heimsókn í morgun þegar tónlistarmennirnir Eyþór Gunnarsson, Tómas R. Einarsson, Sigurður Flosason og Gunnlaugur Briem litu við. Þeir félagar léku nokkur létt djasslög og kynntu djassinn fyrir nemendum skólans. Ekki var að sjá hverjir skemmtu sér best, nemendur, kennarar eða tónlistarmennirnir sjálfir enda mikið hlegið á tónleikunum.