Eins og komið hefur fram í fréttum slitnaði upp úr viðræðum sjómanna og útvegsmanna um nýjan kjarasamning í gærkvöldi og hófst verkfall undirmanna á fiskiskipum kl. 23:00 í gærkvöldi. Samningafundur hefur verið boðaður í næstu viku.
�??Ástæða þess að uppúr slitnaði er fyrst og fremst deila um mönnun uppsjávarskipa og ísfisktogara. Sjómenn telja að alltof langt sé gengið í fækkun sjómanna í þessum skipaflokkum. Tillögur að lausn komu fram en ekki náðist niðurstaða í þessum málum,�?? segir í fréttatilkynningu sem samninganefndir Sjómannasambands Íslands, Verkalýðsfélags Vestfirðinga og Sjómannafélags Íslands sendu frá sér og Valmundur Valmundsson skrifar undir.
�??�?g er mjög svekktur að það skildi stoppa á þessu því þetta varðar öryggi skips og áhafna. Við vorum búnir að bakka úr ellefu í níu,�?? sagði �?orsteinn Ingi Guðmundsson, formaður Sjómannafélagsins Jötuns áðan við Eyjafréttir. �??�?að er alltaf von og ég hafði vonað að við yrðum kallaðir saman í morgunsárið en það varð ekki. Í félaginu eru 180 fullgildir og einir 40 auka félagar.�??