Töframaðurinn Einar Mikael snýr aftur til Vestmannaeyja í vikunni en hann mun halda tvær sýningar á föstudaginn, aðra fjölskyldusýningu sem byrjar 19:30 og svo hina fyrir 18 ára og eldri sem hefst klukkan 22:00. Þetta er í annað sinn sem Einar Mikael sýnir í Eyjum en síðast þegar hann kom var troðfullt en báðar sýningarnar á föstudaginn verða í Höllinni.