Í gær var lögð fram á Alþingi breytingartillaga við frumvarp til laga um breytingar á lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta. Meðal annars starfslok óbyggðanefndar o.fl.
Tillagan kom fram frá fimm þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, þeim Teiti Birni Einarssyni, Jóni Gunnarssyni, Vilhjálmi Árnasyni, Birgi Þórarinssyni og Óla Birni Kárasyni.
Á þingfundi í gær mælti Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra fyrir frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta og fór fyrsta umræða um málið fram í kjölfarið. Fram kom í máli Katrínar að gert sé ráð fyrir því að leggja niður óbyggðanefnd. Nefndin verði hins vegar skipuð ef upp komi mál á næstu þremur árum sem taka þurfi á.
Í greinargerð með frumvarpinu segir: Í 1. tölulið er lagt til að valdsvið óbyggðanefndar verði takmarkað við landsvæði innan meginlandsins og í 3. tölulið er fellt brott ákvæði um málsmeðferð mála sem taka til landsvæða sem eru utan þess svæðis, þ.e. eyjar, sker, drangar o.fl. Hefur breytingin í för með sér að öll yfirstandandi mál sem taka til landsvæða utan meginlandsins falla niður.
https://eyjar.net/kostnadurinn-hleypur-a-milljordum/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst