Eyjastúlkan Ísey Heiðarsdóttir fékk á dögunum eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni Víti í Vestmannaeyjum sem er væntanleg á hvíta tjaldið um páskana 2018. Ísey, sem er 11 ára gömul, var valin úr u.þ.b. 600 manna hópi og fær það hlutverk í kvikmyndinni að túlka karakterinn Rósu. Ekki nóg með að fá hlutverk í Víti í Vestmannaeyjum þá mun Ísey einnig taka þátt í öðru og ekki síður spennandi verkefni að því loknu. Blaðamaður tók Ísey tali og spurði hana nánar út í hlutverkið og prufurnar í aðdragandanum.
Aðspurð út í leikprufurnar sagði Ísey þær hafa gengið mjög vel en fyrstu prufur voru föstudaginn 17. mars eftir kynningarfund Sagafilm á Víti í Vestmannaeyjum í Týsheimilinu. �??�?g var aðallega bara að leika í prufunum og ekki mikið með bolta. �?að var meira að segja stelpa í lokaprufunum sem æfði ekki fótbolta,�?? sagði Ísey en alls þurfti hún að fara í þrjár prufur. �??�?nnur og þriðja prufan fóru fram í Reykjavík en í þeirri þriðju fórum við eiginlega bara í fótbolta, þá var skipt í lið og spilað einskonar æfingamót. �?egar það var búið þurftum við að bíða í í tvær til þrjár vikur eftir því að fá að vita hverjir fengu hlutverkin.�??
Langar að verða leikkona í framtíðinni
Eins og fyrr segir þá fer Ísey með eitt af aðalhlutverkunum í myndinni. �??Rósa er samt ekki í Fálkaliðinu en er engu að síður góð persóna og er eina kvenhlutverkið í myndinni fyrir utan fullorðnar konur,�?? sagði Ísey sem hefur lítið sem ekkert leikið til þessa. �??Eiginlega ekki, en eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að leika í leikritum sem við gerum sjálf í afmælum. Annars hef ég aldrei leikið neitt í skólanum eða í Leikfélaginu eða neinu svoleiðis.�?? En telur Ísey líklegt að að hún eigi eftir að gera meira af þessu í framtíðinni? �??Já, ég stefni allavega að því að verða leikkona og hef gert það síðan í 2. bekk.�??
Er ekkert leiðinlegt að vera nýbúin í skólanum og fara síðan beint í að lesa handrit á fullu í sumarfríinu? �??Jú reyndar, en þetta er samt meira bara skemmtilegt,�?? sagði Ísey sem hefur varið miklum tíma í lestur til að undirbúa sig fyrir hlutverkið. �??Eftir að ég fékk handritið hef ég mikið verið að lesa. Við krakkarnir í myndinni höfum síðan verið að hittast til að lesa upp saman og leika. Við höfum líka verið á fótboltaæfingum og að æfa hvernig tökurnar munu ganga fyrir sig þar sem drónar voru að mynda okkur. Við fengum síðan að sjá á eftir hvernig allt kom út og var þetta mjög flott.�??
Er ekki erfitt að þurfa að muna svona margar langar setningar? �??Jú, ég er með nokkrar langar setningar og það getur verið erfitt að muna þær en oftast tekst það. Svo getur líka verið erfitt að túlka karakterinn á sama tíma og maður á að muna setningar,�?? sagði Ísey sem er í óðaönn að klára síðustu bókina í bókaflokknum um Jón Jónsson og félaga. �??�?g er ekki alveg búin að lesa allar bækurnar en ég fer alveg að klára, ég á bara eftir Gula spjaldið í Gautaborg.�??
Ísey á samtals 20 tökudaga í sumar sem verða eins og fullir vinnudagar. Ýmist verður tekið upp í Vestmannaeyjum eða Reykjavík og er því mikilvægt að eiga góða að á meðan hún er að heiman í tökum. �??�?að verður allt í lagi, ég er ættuð frá Reykjavík og á þar ömmur og afa sem ég get verið hjá á meðan við verðum að taka upp í Reykjavík.�??
Sjónvarpsþættir um Rósu
Samhliða kvikmyndinni mun Sagafilm einnig framleiða sex sjónvarpsþætti sem sýndir verða á R�?V á næsta ári. �?ar mun Rósa vera í veigamiklu hlutverki í baráttu sinni fyrir því að fá leyfi til að keppa á mótinu en eins og allir vita er Orkumótið fyrst og fremst ætlað strákum. �??�?g er mjög spennt fyrir því verkefni líka. �?ættirnir munu fjalla um okkur systkinin, Rósu og Rabba, en við erum tvíburar í sögunni,�?? sagði þessi upprennandi leikkona að lokum.