Kári Steinn Karlsson sigraði með fádæma yfirburðum í 21 km hlaupi í Vestmannaeyjahlaupinu í dag en þrátt fyrir það var þátttaka hans aðeins undirbúningur fyrir stærri viðburði, sjáflt Berlínarmaraþonið 25. september. Kári Steinn ætlar að spreyta sig á maraþoninu sem er rúmlega 42 km. Viðtal við Kára Stein fylgir fréttinni en hann kom í mark þrettán mínútum á undan næsta manni.