Kvennalið ÍBV sækir Fylki heim í dag í Íslandsmótinu en leikur liðanna hefst klukkan 18:00 á Fylkisvellinum. Eyjastúlkur hafa aðeins gefið eftir í undanförnum leikjum eftir frábæra byrjun á tímabilinu en í síðustu fjórum leikjum hefur ÍBV tapað tveimur, gert eitt jafntefli en unnið einn. Síðast tapaði liðið gegn Aftureldingu í bikarnum og féll þar með úr leik.