Glæsileg byrjun kvennaliðs ÍBV í Íslandsmótinu hefur vakið verðskuldaða athygli en eftir fjórar umferðir er ÍBV með fullt hús stig, búið að skora fjórtán mörk en ekki fengið eitt einasta mark á sig. Liðið byrjaði á tveimur 5:0 sigrum gegn Þór/KA fyrir norðan og Þrótti heima. Svo kom 2:0 sigur gegn Breiðabliki og Þrótti. Nú er það bara spurningin hvort stelpunum takist að halda sigurgöngunni áfram? Og halda þær enn hreinu?