Klukkan 13:00 taka stelpurnar í ÍBV á móti nýkrýndum bikarmeisturum í Fram en þetta er fyrsti leikur Safamýrarliðsins eftir sigurinn í bikarkeppninni. Framarar eru jafnframt í harðri baráttu við Val um efsta sætið í N1 deildinni en Fram vann einmitt Val í bikarnum. Eyjastúlkur eru einnig í harðri baráttu í deildinni því þær eiga enn möguleika á fjórða sæti deildarinnar. Fram og Valur hafa verið í nokkrum sérflokki í vetur og því má búast við erfiðum leik í dag. Leikurinn hefst klukkan 13:00.