Kvennalið ÍBV tekur í dag á móti nýkrýndum deildarmeisturum í Val í síðustu umferð deildarkeppni Íslandsmótsins í handbolta. Leikur liðanna hefur nákvæmlega enga þýðingu fyrir liðin, Valur er þegar búið að tryggja sér efsta sætið í deildinni og ÍBV mun enda í sjötta sæti. Það er því ljóst að leikurinn í dag er sá síðasti hjá Eyjastúlkum, sem vilja vafalaust enda tímabilið með óvæntum sigri á ríkjandi Íslands- og deildarmeisturum.